Um stofuna

Logia Lögmannsstofa var stofnuð 2010 af Guðrúnu Björgu Birgisdóttur hrl. Guðrún hefur yfir 10 ára starfsreynslu sem lögmaður. Eftir útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands fór hún í framhaldsnám við University of Miami með áherslu á fjármögnun fyrirtækja, félagarétt, tölvurétt og verðbréfamarkaðsrétt og útskrifaðist með ágætiseinkunn árið 2000.

Guðrún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2001.

Árin 2000-2005 vann Guðrún hjá LOGOS lögmannsþjónustu við almenn málflutningsstörf og lögfræðiráðgjöf á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Árið 2005 opnaði Guðrún eigin lögfræðistofu ásamt Huldu Elsu Björgvinsdóttur  og Herdísi Hallmasdóttur þar sem áhersla var lögð á þjónustu bæði við fyrirtæki og einstaklinga. Árin 2006-2009 var Guðrún aðallögfræðingur Marel hf. og stýrði allri samningagerð fyrirtækisins og hafði  yfirumsjón með hlutabréfaútgáfu og skuldabréfa félagsins frá 2006 til  loka árs 2009. Á árinu 2009 fór Marel hf. í gegnum umfangsmikla endurfjármögnun  bæði á Íslandi og í Holland og bar Guðrún ábyrgð á lögfræðilegum hluta þess.

Guðrún hefur lagt áherslu á samningarétt , réttargæslu og fjármunarétt. Guðrún situr í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar sem fulltrúi Bankasýslu ríkins og hefur setið í stjórn dótturfyrirtækja Marel.